Innlent

Óásættanlegt að umsóknum sé hafnað

Mynd/Heiða

Hagsmunaráð framhaldsskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands telur það óásættanlegt að háskólar landsins hafi þurft að hafna 2.500 umsóknum um háskólanám fyrir komandi skólaár. Jafnvel þótt einn einstaklingur kunni að vera að baki fleiri en einni umsókn, sé ljóst að hlutfall þeirra sem hafnað er sé of hátt. Í tilkynningu frá Hagsmunaráðinu segir að margir þeirra sem fari á vinnumarkaðinn sí stað náms, muni ekki gera aðra tilraun til umsóknar til háskólanáms. Allir eigi að eiga jafnan rétt á háskólanámi, og það komi því í hlut ríkisvaldsins að bregðast við gífurlegri eftirspurn eftir háskólanámi. Ríkisvaldið verði að bregðast strax við vandanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×