Innlent

Fjórar konur handteknar á Kárahnjúkum

Mynd/Snæfríður Ingadóttir

Fjórar konur voru handteknar á Kárahnjúkum í kvöld, þar sem þær fóru inn að svæði þar sem gangnaopið sem vatnið mun streyma innum er staðsett. Þær fóru inn á svæðið í leyfisleysi og trufluðu atvinnustarfsemi á vinnusvæðinu. Þeim var gert að dvelja í fangageymslum lögreglu.

Um 40 mótmælendur sem hafist hafa við á svæði sem kallast Lindur á Kárahnjúkasvæðinu neita enn að yfirgefa svæðið. Ekki eru formleg tjaldstæði við Lindur, en svæðið er í jaðri framkvæmdasvæðisins og þar er verið að leggja veg vegna virkjana. Samkvæmt lögreglunni á Egilsstöðum hafa mótmælendur ekki leyfi landeigenda til að dvelja á svæðinu. Lögregla hefur sett upp vegatálma til að varna umferð vegna vegaframkvæmda og hefur einnig meinað fólki að fara með mat og búnað inn á svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×