Verslunarmannahelgin að bresta á 3. ágúst 2006 17:49 Af þjóðhátíð í Vestmannaeyjum MYND/Ómar Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. Margt er um að vera um verslunarmannahelgina og úr vöndu að ráða þegar kemur að því að velja áfangastaðinn. Allir ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi, líka þeir sem vilja eyða verslunarmannahelginni í Höfuðborginni, en Innipúkahátíðin verður á Nasa við Austurvöll. Kjötsúpuferð verður farin frá Ísafirði til Heysteyrar, Síldarævintýrið verður endurvakið á Siglufirði og Ein með öllu í boði á Akureyri. Orðrómurinn segir að Sigurrós muni halda tónleika í Ásbyrgi á föstudagskvöldið, og Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að Laugum í Þingeyjarsveit. Hátíðin Álfaborgarséns verður haldin á Borgarfirði eystra og Neistaflug verður í Neskaupstað. Þjóðhátíð í Eyjum er orðin meira en hundrað ára og verður haldin sem fyrr um verslunarmannahelgina. Tvær harmonikkuhátíðir eru í boði í ár, önnur í Svartaskógi við Egilsstaði og hin í Árnesi. Auk þess verður flughátíð í Múlakoti og kirkjuleg hátíð Hvítasunnukirkjunnar í Kirkjulækjarkoti. Flestar hátíðirnar sækjast helst eftir fjölskyldufólki og hleypa þess vegna ekki unglingum inn á svæðin án fylgdar fullorðinna. Sérstaklega er þó hægt að benda fjölskyldufólki á að fara í Galtalæk, á Úlfljótsvatn eða Vatnaskóg. Umferð er strax tekin að þyngjast eitthvað um allt land en gengur vel að sögn lögreglumanna á Selfossi, Hvolsvelli og Akureyri. Mikill straumur fólks liggur til Vestmannaeyja en í kvöld er svokallað húkkaraball. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tekið eitthvað af fíkniefnum af flugfarþegum og í Herjólfi og aukinn viðbúnaður verður alla helgina. Fíkniefnamenn eru á vakt og aukavakt lögregluþjóna. Lögregluembætti landsins eru öll með aukinn viðbúnað og eftirlit til að stuðla að því að hátíðahöld um verslunarmannahelgina fari vel fram. Ýmis félagasamtök eru einnig með aukna starfsemi um helgina, þar má nefna Stígamót, karladeild Femínistafélags Íslands sem segir nei við nauðgunum og læknanema sem dreifa smokkum á ýmsum brottfararstöðum landsmanna. Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. Margt er um að vera um verslunarmannahelgina og úr vöndu að ráða þegar kemur að því að velja áfangastaðinn. Allir ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi, líka þeir sem vilja eyða verslunarmannahelginni í Höfuðborginni, en Innipúkahátíðin verður á Nasa við Austurvöll. Kjötsúpuferð verður farin frá Ísafirði til Heysteyrar, Síldarævintýrið verður endurvakið á Siglufirði og Ein með öllu í boði á Akureyri. Orðrómurinn segir að Sigurrós muni halda tónleika í Ásbyrgi á föstudagskvöldið, og Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að Laugum í Þingeyjarsveit. Hátíðin Álfaborgarséns verður haldin á Borgarfirði eystra og Neistaflug verður í Neskaupstað. Þjóðhátíð í Eyjum er orðin meira en hundrað ára og verður haldin sem fyrr um verslunarmannahelgina. Tvær harmonikkuhátíðir eru í boði í ár, önnur í Svartaskógi við Egilsstaði og hin í Árnesi. Auk þess verður flughátíð í Múlakoti og kirkjuleg hátíð Hvítasunnukirkjunnar í Kirkjulækjarkoti. Flestar hátíðirnar sækjast helst eftir fjölskyldufólki og hleypa þess vegna ekki unglingum inn á svæðin án fylgdar fullorðinna. Sérstaklega er þó hægt að benda fjölskyldufólki á að fara í Galtalæk, á Úlfljótsvatn eða Vatnaskóg. Umferð er strax tekin að þyngjast eitthvað um allt land en gengur vel að sögn lögreglumanna á Selfossi, Hvolsvelli og Akureyri. Mikill straumur fólks liggur til Vestmannaeyja en í kvöld er svokallað húkkaraball. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tekið eitthvað af fíkniefnum af flugfarþegum og í Herjólfi og aukinn viðbúnaður verður alla helgina. Fíkniefnamenn eru á vakt og aukavakt lögregluþjóna. Lögregluembætti landsins eru öll með aukinn viðbúnað og eftirlit til að stuðla að því að hátíðahöld um verslunarmannahelgina fari vel fram. Ýmis félagasamtök eru einnig með aukna starfsemi um helgina, þar má nefna Stígamót, karladeild Femínistafélags Íslands sem segir nei við nauðgunum og læknanema sem dreifa smokkum á ýmsum brottfararstöðum landsmanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira