Vill sameina sundraða þjóð 3. ágúst 2006 19:45 Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó segist með þessu vera að sameina sundraða þjóð. Jústsjenkó og Janúkovitsj börðust af hörku um forsetaembættið árið 2004. Þá varð sá síðarnefndi forseti. Í fyrri umferð forsetakosninganna fékk Júsjenkó fleiri atkvæði en Janúkovitsj en ekki hreinan meirihluta atkvæða og því þurfti að ganga aftur að kjörborðinu og velja milli þeirra tveggja. Janúkovitsj var úrskurðaður sigurvegari eftir seinni umferðina en margir Úkraínubúar, alþjóðasamtök og erlendar ríkisstjórnir drógu lögmæti þeirra kosninga í efa. Hæstiréttur Úkraínu ógilti því þá umferð og aftur var gengið að kjörborðinu. Þá hafði Júsjenkó betur. Kosningabaráttan var svo hatröm að Janúkovitsj var sakaður um að hafa látið eitra fyrir andstæðingi sínum þannig að hann afmyndaðist töluvert í andliti. Erfiðlega hefur gengið að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu eftir þingkosningar í mars. Þremur mánuðum eftir kosningarnar var ríkisstjórn frjálslyndra flokka mynduð undir stjórn Júlíu Timoschenko, bandamanns Júsjenkós í hinni svokölluðu "appelsínugulu byltingu" sem kom Janúkovitsj frá völdum. Sú stjórn varð ekki langlíf og sprakk í sumar. Þá var ljóst að flokkabandalag undir stjórn Janúkovitsj tæki við völdum en eftir var að ákveða hvort hann yrði forsætisráðherra og valt það á samþykki forsetans sem tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. Skömmu síðar undirrituðu erkifjendurnir samstarfsyfirlýsingu sem samvinna þeirra mun byggja á. Með því segja stjórnmálaskýrendur að Júsjenkó hafi tryggt stöðu sína þó Janúkovitjs taki við embætti forsætisráðherra. Hann vill meðal annars að Úkraína gangi í Evrópusambandið og NATO. Janúkóvítsj hefur hins vegar vilja taka upp nánara samstarf við Rússa. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó segist með þessu vera að sameina sundraða þjóð. Jústsjenkó og Janúkovitsj börðust af hörku um forsetaembættið árið 2004. Þá varð sá síðarnefndi forseti. Í fyrri umferð forsetakosninganna fékk Júsjenkó fleiri atkvæði en Janúkovitsj en ekki hreinan meirihluta atkvæða og því þurfti að ganga aftur að kjörborðinu og velja milli þeirra tveggja. Janúkovitsj var úrskurðaður sigurvegari eftir seinni umferðina en margir Úkraínubúar, alþjóðasamtök og erlendar ríkisstjórnir drógu lögmæti þeirra kosninga í efa. Hæstiréttur Úkraínu ógilti því þá umferð og aftur var gengið að kjörborðinu. Þá hafði Júsjenkó betur. Kosningabaráttan var svo hatröm að Janúkovitsj var sakaður um að hafa látið eitra fyrir andstæðingi sínum þannig að hann afmyndaðist töluvert í andliti. Erfiðlega hefur gengið að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu eftir þingkosningar í mars. Þremur mánuðum eftir kosningarnar var ríkisstjórn frjálslyndra flokka mynduð undir stjórn Júlíu Timoschenko, bandamanns Júsjenkós í hinni svokölluðu "appelsínugulu byltingu" sem kom Janúkovitsj frá völdum. Sú stjórn varð ekki langlíf og sprakk í sumar. Þá var ljóst að flokkabandalag undir stjórn Janúkovitsj tæki við völdum en eftir var að ákveða hvort hann yrði forsætisráðherra og valt það á samþykki forsetans sem tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. Skömmu síðar undirrituðu erkifjendurnir samstarfsyfirlýsingu sem samvinna þeirra mun byggja á. Með því segja stjórnmálaskýrendur að Júsjenkó hafi tryggt stöðu sína þó Janúkovitjs taki við embætti forsætisráðherra. Hann vill meðal annars að Úkraína gangi í Evrópusambandið og NATO. Janúkóvítsj hefur hins vegar vilja taka upp nánara samstarf við Rússa.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira