Innlent

Maður handtekinn í Vestmannaeyjum

Ungur maður var handtekinn í Vestmannaeyjum i nótt eftir að hann hafði barið dyravörð á veitingahúsi þannig að hann hlaut nokkurn áverka.

Dyravörðurinn var fluttur á sjúkrahúsið þar sem sauma þurfti í vör hans og tönn reyndist brotin. Þá voru fimm menn handteknir eftir að þeir brutu rúðu í verslun, en að örðu leiti voru ekki vandræði í bænum þrátt fyrir talsverðan mannfjölda. Undir kvöld fór að hvessa í Eyjum og tjöld fóru að fjúka í Herjólfsdal. Var þá íþróttahúsið opnað, þar sem margir þjóðhátíðargestir gistu í nótt. Nú hefur stytt upp og vind lægt í Eyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×