Ekkert að marka íslensku fjárlögin? 4. ágúst 2006 18:37 Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu sína um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 þar sem fram kemur að enn eitt árið er eyðsla ráðuneyta og stofnana ríkisins umfram fjárlög. Fjórðungur fjárlagaliða ráðstöfuðu meiri fjármunum en þeir höfðu heimild til og einn fimmti allra fjárlagaliða fór meira en fjögur prósent fram úr fjárlögum, en þá þarf að grípa til sérstakra aðgerða. Ríkisendurskoðun segir þetta bera vott um meira agaleysi í fjárstjórnun ríkisins en tíðkist í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslunni er að ekki skuli hafa verið gripið til raunhæfra aðgerða til að draga úr kostnaði við íslensku sendiráðin, og ljóst sé að jafnvel þurfi að loka einstökum sendiráðum ef halda á rekstri þeirra áfram. Helgi Hjörvar, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, segir skýrsluna enn eina falleinkunnina sem ríkisstjórnin fær frá Ríkisendurskoðun. Það virðist einfaldlega orðið þannig að ekkert sé að marka fjárlögin. Að sögn Helga virðist stofnanir ríkisins hættar að virða þau og ýmist sleppi því að nýta heimildir eða, eins og á síðasta ári, fari níu milljarða yfir heimildir. Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði í fréttum NFS í gær að verið sé að vinna að betrumbót á þessum málum, en þegar menn séu búnir að venja sig á eitthvað þá sé erfitt að venja menn af því. Helgi gefur lítið fyrir þau svör og segir þau lýsa agaleysi og hirðuleysi um stórt vandamál. „Það virðist einfaldlega mjög lítið hafa verið gert í fjármálaráðuneytinu til þess að taka á þessu," segir Helgi. Helgi hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar og gerir hann ráð fyrir að hann verði haldinn í lok næstu viku. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu sína um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 þar sem fram kemur að enn eitt árið er eyðsla ráðuneyta og stofnana ríkisins umfram fjárlög. Fjórðungur fjárlagaliða ráðstöfuðu meiri fjármunum en þeir höfðu heimild til og einn fimmti allra fjárlagaliða fór meira en fjögur prósent fram úr fjárlögum, en þá þarf að grípa til sérstakra aðgerða. Ríkisendurskoðun segir þetta bera vott um meira agaleysi í fjárstjórnun ríkisins en tíðkist í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslunni er að ekki skuli hafa verið gripið til raunhæfra aðgerða til að draga úr kostnaði við íslensku sendiráðin, og ljóst sé að jafnvel þurfi að loka einstökum sendiráðum ef halda á rekstri þeirra áfram. Helgi Hjörvar, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, segir skýrsluna enn eina falleinkunnina sem ríkisstjórnin fær frá Ríkisendurskoðun. Það virðist einfaldlega orðið þannig að ekkert sé að marka fjárlögin. Að sögn Helga virðist stofnanir ríkisins hættar að virða þau og ýmist sleppi því að nýta heimildir eða, eins og á síðasta ári, fari níu milljarða yfir heimildir. Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði í fréttum NFS í gær að verið sé að vinna að betrumbót á þessum málum, en þegar menn séu búnir að venja sig á eitthvað þá sé erfitt að venja menn af því. Helgi gefur lítið fyrir þau svör og segir þau lýsa agaleysi og hirðuleysi um stórt vandamál. „Það virðist einfaldlega mjög lítið hafa verið gert í fjármálaráðuneytinu til þess að taka á þessu," segir Helgi. Helgi hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar og gerir hann ráð fyrir að hann verði haldinn í lok næstu viku.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira