Innlent

Jeff Who vakti mikla lukku á Innipúkanum í gær

Jeff Who
Jeff Who MYND/Heiða Helgadóttir

Hátíðin Innipúkinn í Reykjavík er hafin. Innipúkinn er árleg hátíð um verslunarmannahelgi fyrir fólk sem nennir ekki að þvælast út á land og gista í leku tjaldi til að fara á góða tónleika. Innipúkinn er líka fyrir fólkið sem er fast í bænum vegna vinnu en langar samt að lyfta sér upp á kvöldin. Hátíðin er haldinn í fimmta sinn í ár og er hún á Nasa. Dr. Gunni opnaði hátíðina upp úr klukkan sex með hinu góðkunna lagi Snakk fyrir pakk.

Í ár er margt góðra hljómsveita og í gærkvöldi spiluðu meðal annarra Jan Mayen, danska hljómsveitin Jomi Massage og hinir íslensku Jeff Who-liðar. Stemmningin var góð og sérstaklega var Jeff Who vel tekið. Vert er að benda á að enn er hægt að kaupa sér miða á hátíðina. Í kvöld stígur hópur listamanna á stokk, meðal annarra bandaríska hljómsveitin Throwing Muses og Hjálmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×