Ísraelsher herti árásir sínar í Líbanon í morgun. Að minnsta kosti fjórir létust í loftárásum á suðurhluta Beirúts og sjö létust í árásum í hafnarborginni Týrus.
Tæplega þúsund manns hafa látið lífið í Líbanon og Ísrael frá því átök Ísraela og Hizbollah hófust og hefur aldrei verið jafn hart barist og nú.
Ísraelar hafa staðfest árásirnar á suður-hluta Beirút í morgun og segjast hafa eyðilagt níu bygginar Hizbolla-skæruliða . Á sama tíma var mótmælt fyrir fyrir framan stjórnarráðið í miðborg Beirút vegna heimsókn aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, David Welch, í landinu. Welch mun ræða við yfirvöld í Líbanon um leiðir til að draga úr átökum Ísraela og Hizbollaha-hreyfingarinnar. Ísrealar segja þrjá af leiðtogum Hizbollah hafa látist í árásunum í hafnarborginni Týrus.