Ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir á slysstað 5. ágúst 2006 18:30 Mildi þykir að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki þegar Hummer jeppi skall framan á Yaris smábíl á Suðurlandsvegi við Sandskeið um klukkan tvö í dag. Í kjölfarið mynduðust langar bílalestir og óþolinmóðir ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir. Hummer jeppinn, sem ók í átt til Reykjavíkur, ók inn í vinstri hliðina á Yaris smábílnum sem kom á móti. Við áreksturinn fór vinstra framhjólið af jeppanum en hann stöðvaðist þó ekki fyrr en eftir drjúgan spöl. Smábíllinn hentist til á veginum og rakst saman við tvo fólksbíla sem óku á eftir honum. Í smábílnum voru hjón með barn og voru þau öll flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis eru þau þó ekki alvarlega slösuð. Sömu sögu er að segja um fullorðna konu sem ók öðrum fólksbílnum. Alls voru sjö manns í bílunum fjórum og mikil mildi má þykja að ekki fór verr. Bílarnir eru mikið skemmdir og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr Yarisnum. Loka þurfti Suðurlandsvegi í rúma klukkustund og urðu við það miklar tafir á umferð. Flestir tóku biðinni með stillingu, sumir fóru út með hundinn sinn eða lásu blaðið en nokkrir sneru einfaldlega við og héldu aftur í bæinn. Lögreglu fannst ökumenn þó ekki sýna næga biðlund og tillitsemi, en margir reyndu að taka fram úr án þess að nokkur árangur af því væri sýnilegur. Fjórir dráttarbílar voru sendir á slysstað en þeim gekk erfiðlega að komast í gegnum umferðarteppuna því ökumenn voru síður en svo greiðviknir. Því tók lengri tíma en hefði þurft að fjarlægja bílana af veginum og greiða fyrir umferð. Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Mildi þykir að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki þegar Hummer jeppi skall framan á Yaris smábíl á Suðurlandsvegi við Sandskeið um klukkan tvö í dag. Í kjölfarið mynduðust langar bílalestir og óþolinmóðir ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir. Hummer jeppinn, sem ók í átt til Reykjavíkur, ók inn í vinstri hliðina á Yaris smábílnum sem kom á móti. Við áreksturinn fór vinstra framhjólið af jeppanum en hann stöðvaðist þó ekki fyrr en eftir drjúgan spöl. Smábíllinn hentist til á veginum og rakst saman við tvo fólksbíla sem óku á eftir honum. Í smábílnum voru hjón með barn og voru þau öll flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis eru þau þó ekki alvarlega slösuð. Sömu sögu er að segja um fullorðna konu sem ók öðrum fólksbílnum. Alls voru sjö manns í bílunum fjórum og mikil mildi má þykja að ekki fór verr. Bílarnir eru mikið skemmdir og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr Yarisnum. Loka þurfti Suðurlandsvegi í rúma klukkustund og urðu við það miklar tafir á umferð. Flestir tóku biðinni með stillingu, sumir fóru út með hundinn sinn eða lásu blaðið en nokkrir sneru einfaldlega við og héldu aftur í bæinn. Lögreglu fannst ökumenn þó ekki sýna næga biðlund og tillitsemi, en margir reyndu að taka fram úr án þess að nokkur árangur af því væri sýnilegur. Fjórir dráttarbílar voru sendir á slysstað en þeim gekk erfiðlega að komast í gegnum umferðarteppuna því ökumenn voru síður en svo greiðviknir. Því tók lengri tíma en hefði þurft að fjarlægja bílana af veginum og greiða fyrir umferð.
Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira