Innlent

Vel heppnaður Innipúki

Innipúkahátíðinni lauk í gærkvöldi með stórkostlegri tónleikaröð. Mugison kom, sá og sigraði og var mál manna að tónleikar hans hefðu verið það besta á innipúkanum í ár.

Það má segja að stórskotalið íslenskra tónlistarmanna hafi komið fram á lokakvöldi innipúkans í gærkvöldi. Þar á meðal var hljómsveitin Mammút, með fyrrum sigurvegara Músíktilrauna innanborðs, sem fékk góðar viðtökur. Óhætt er að segja að tónleikar Mugisons og hljómsveitar hans hafi verið hápunktur hátíðarinnar. Það var troðfullt út úr dyrum og tónleikagestir sýndu ánægju sína óspart.

Þegar Mugison steig af sviði tóku meðlimir hljómsveitarinnar Ampop við. Fullur salurinn söng hástöfum með þekktasta laginu þeirra. Sveitadrengirnir í Baggalúti luku svo hátíðinni með kántrí-tónlist á þriðja tímanum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×