Innlent

Ætlar að fjarlægja mótmælendur af svæðinu

Lögreglan ætlar að fjarlægja mótmælendur af Kárahnjúkasvæðinu. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði segir að framkvæmdaaðilar við Kárahnjúka hafi farið fram á þetta og hann hafi ákveðið að fara að þeirri ósk.Sýslumaður telur sig hafa lagaheimild til þessa á grundvelli lögreglulaga frá 1996.

Nokkur fjöldi mótmælenda, innlendra og erlendra, er á svæðinu, margir þeirra við skála Ferðafélagsins við Snæfell. Lögregla handtók í nótt 14 einstaklinga sem farið höfðu inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun og valdið þar truflun á starfsemi framkvæmdaaðila, að sögn sýslumanns. Framkvæmdaaðilar hafa kært aðgerðirnar og verða málin rannsökuð hjá lögreglunni á Egilsstöðum, ásamt fyrri málum af sama toga. Hinir handteknu voru færðir á lögreglustöðina á Egilsstöðum en hafa nú verið látnir lausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×