Frönsk hjálparsamtök á Srí Lanka segja að tveir starfsmenn þeirra til viðbótar hafi fundist látnir í bænum Muttur í nótt. Fimmtán aðrir fundust látnir í höfuðstöðvum samtakanna í bænum í gær.
Ekki liggur fyrir hvort stjórnarher landsins eða uppreisnarmenn Tamíltígra bera ábyrgð á morðunum en fulltrúar þeirra saka hvorn annan um morðin. Svo virðist sem hjálparstarfsmennirnir tveir sem fundust í morgun hafi verið myrtir eftir að þeir reyndu að flýja höfuðstöðvar samtakanna. Stjórnvöld á Srí Lanka hafa heitið ítarlegri rannsókn á morðunum.