Innlent

Stígamót gagnrýna villandi fréttaflutning

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Mynd/GVA

Stígamót gagnrýna villandi fréttaflutning helgarinnar í tengslum við sjónarmið samtakanna varðandi útihátíðarhald og kynferðisbrot. Samtökin ítreka að þau hafi boðið upp á þjónustu sína fyrir helgina til þess eins að tryggja að skortur á þjálfuðu starfsfólki kæmi ekki í veg fyrir að áfallahjálp væri í boði yfir verslunarmannahelgina. Samtökin sendu út fréttatilkynningu til umsjáraðilaútihátíða í júní þar sem lögð var áhersla á að að bjóða upp á áfallahjálp á útihátíðum og að hún yrði kynnt fyrir gestum hátíðanna. Þá lögðu samtökin einnig áherslur á að börn undir 18 ára aldri ættu ekki að fá aðgang að útihátíðum eftirlitslaus. Í fréttatilkynningunni segir enn fremur að gagnrýni Stígamóta hafi einungist beinst að því að þjónusta fyrir þolendur kynferðisafbrota hafi ekki verið kynnt á sama þátt og önnur þjónusta. Samtökin lofi framtak flesta mótshaldara sem gerðu ráð fyrir áfallateymi, og hafi ekki tjáð sig um gæði þjónustunnar eða vinnubrögð enda ekki kunnugt um þau.

Þrjár stúlkur leituðu til Afls, systursamtaka Stígamóta eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Og þá var ein stúlka flutt á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×