Innlent

Sprengjuæfing síðar í mánuðinum

Mynd/Vísir

Fimmta og ef til vill síðasta fjölþjóðlega sprengueyðingaræfingin verður haldin á Keflavíkurflugvelli síðar í mánuðinum, með þáttöku hátt í 80 erlendra sérfræðinga. Æfingar þessar, sem bera heitið Northern Challenge, hófust eftir að bandaríkjaher hætti að efna til reglubundinna æfinga bandaríska heimavarnarliðsins hér á landi. Æfingin verður aðallega á Keflavíkurflugvelli en auk þess í allt að 80 km radíus út frá honum. NATO styður æfinguna fjárhagslega, en á henni er aðal áhersla lögð á sprengjueyðingaraðgerðir, bæði á landi og á sjó, sem vörn gegn hryðjuverkum. Landhelgisgæslan vinnur að undirbúningi, ásamt Varnarlilðinu, Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, lögreglu og starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli. Hátt í 80 erlendir sérfræðingar koma á æfinguna, og segir Jóhann Baldursson, upplýsingafulltrúi Landheglsigæslunnar, að þessar æfingar hafi reynst gæslunni afar þýuðingarmiklar, þar sem með þeim hafi borist mikil þekking til landsins með hinum erlendu sérfræðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×