Innlent

Bílar á bið í Herjólf

Svo mikil örtröð er í Herjólf, eftir Þjóðhátíð í Eyjum, að fólk með bíla kemst ekki frá Vestmannaeyjum í land. Á annan tug bíla eru á biðlista með seinustu ferð Herjólfs í kvöld og eins og staðan er nú verður ekki hægt að fara með bíl úr eyjunni fyrr en á laugardaginn næstkomandi. Fólki líkar þetta illa og vill að samgöngur verði bættar.

Starfsmenn Herjólfs segja ekkert nýtt að mikið álag og langir biðlistar myndist eftir Þjóðhátíð. Þeir segja þó að eins og áður séu aukaferðum bætt inn í áætlunarferðir Herjólfs til að minnka biðlista og koma bílum úr eynni. Einni aukaferð hefur nú verið bætt við annaðkvöld klukkan 23:00, í von um að fólk nýti sér þá ferð og vandamálið leysist. Starfsmenn Herjólfs búast við að allt verði komið í rétt horf á fimmtudag eða föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×