Innlent

Landnámsskáli uppgötvaður

Fornleifafræðingar við uppgröft að Hrísbúi í Mosfellsdal hafa grafið niður á stóran landnámsskála þar sem hugsanlegt er að Egill Skallagrímsson hafi borið beinin. Hópur undir forystu Jesses Byocks, prófessors í fornnorrænum fræðum við Kaliforníuháskóla, hefur undanfarin ár unnið að uppgreftri við Hrísbrú og meðal annars fundið kirkju frá landnámsöld og fjölmargar grafir. Nýlega gróf hópurinn hins vegar niður á landnámsskálann sem er svokallað langhús með að minnsta kosti tuttugu og tveggja metra útvegg. Fjölmargir munir hafa fundist í eldskála hússins sem þykja vitna um það að þar hafi höfðingjar búið, ef til vill Egill Skallagrímsson sem dvaldi í ellinni hjá fósturdóttur sinni og manni hennar að Mosfelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×