Innlent

Dregur úr íbúðalánum banka

Verulega dró úr íbúðalánum bankanna í júlí og námu þau aðeins rúmum þremur og hálfum milljarði króna. Það er lægsta lánsupphæð síðan bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn fyrir rétt um tveimur árum.

Mest lánuðu bankarnir í október, fyrir tæpum tveimur árum, eða 34 milljarða króna, sem er nánast tífalt meira en í síðasta mánuði. Ef litið er til júlímánaðar í fyrra , þá lánuðu bankarnir rösklega fjórfalt meira til íbúðakaupa en í júlí í ár, og var þá samt farið að gæta aðhalds í útlánum bankanna. Nokkrir samverkandi þættir hafa valdið þessum mikla samdrætti. Bankarnir setja nú mun strangari lánsskilyrði en áður, hafa líka lækkað prósnetu af markaðsvirði, auk þess sem hámarkslán hafa ekki haldið í við hækkanir á markaði. Þá hafa vextir af íbúðalánum hækkað þannig að lánin eru orðin dýrari og mikil verðbólga snar hækkar nafnvirði lánanna. Allt þetta hefur slegið verulega á eftirspurn og snar fækkar þinglýstum kaupsamningum með hverri vikunni sem líður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×