Ber við vanþekkingu og fákunnáttu 10. ágúst 2006 18:54 Vanþekking og fákunnátta sjávarútvegsráðherra á veiðireglum leiðir líklega til þess að hann á yfir höfði sér kæru fyrir ólöglegar lundaveiðar fyrr í sumar. Ráðherra segir leiðinlegt að hann hafi ekki farið að reglum og hyggst skýra mál sitt fyrir Umhverfisstofnun. Fréttablaðið birti í fyrradag frétt um árlega lundaveiðiferð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og félaga út í Grímsey á Steingrímsfirði. Eftir ábendingar fóru starfsmenn veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar að grennslast fyrir um það hvort ráðherra hefði gilt veiðikort, en þess er þörf við allar veiðar á villtum dýrum öðrum en rottum, músum og minkum. Í ljós kom að ráðherra og nokkrir félaga hans voru ekki með veiðikort. Einar K. Guðfinnsson segir það helgast af því að hann hafi ekki vitað að það þyrfti að hafa veiðikort til lundaveiða og honum hefði aldrei verið bent á það. Ráðherra segist hafa veitt nokkra tugi lunda í ferðinni en veiðarnar hafi hann alla tíð stundað án veiðikorts. Brjóti menn gegn reglugerð um veiðikort getur það varðað sektum, varðhaldi eða fangelsi og þá getur ríkissjóður gert veiðifangið og veiðitækin upptæk. Sigurður Þór Guðleifsson, lögmaður Umhverfisstofnunar, segir að ráðherra og félögum hans hafi verið sent bréf þar sem óskað er skýringa á athæfinu. Framhald málsins ráðist af svörum þeirra. Um yfirvofandi ákæru segir sjávarútvegsráðherra að hann muni svara Umhverfisstofnun en meira geti hann ekki gert. Honum þyki leiðinilegt að hafa ekki fylgt reglum um veiðikort en hann hafi ekki vitað betur. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá Umhverfisstofnun í dag eftir að fréttir bárust af ólöglegum veiðum ráðherrans og hafa flestir verið að sækja um veiðikort. Sjálfur segist ráðherra vonast til að komast aftur til veiða á næsta ári en þá með gild plögg. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Vanþekking og fákunnátta sjávarútvegsráðherra á veiðireglum leiðir líklega til þess að hann á yfir höfði sér kæru fyrir ólöglegar lundaveiðar fyrr í sumar. Ráðherra segir leiðinlegt að hann hafi ekki farið að reglum og hyggst skýra mál sitt fyrir Umhverfisstofnun. Fréttablaðið birti í fyrradag frétt um árlega lundaveiðiferð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og félaga út í Grímsey á Steingrímsfirði. Eftir ábendingar fóru starfsmenn veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar að grennslast fyrir um það hvort ráðherra hefði gilt veiðikort, en þess er þörf við allar veiðar á villtum dýrum öðrum en rottum, músum og minkum. Í ljós kom að ráðherra og nokkrir félaga hans voru ekki með veiðikort. Einar K. Guðfinnsson segir það helgast af því að hann hafi ekki vitað að það þyrfti að hafa veiðikort til lundaveiða og honum hefði aldrei verið bent á það. Ráðherra segist hafa veitt nokkra tugi lunda í ferðinni en veiðarnar hafi hann alla tíð stundað án veiðikorts. Brjóti menn gegn reglugerð um veiðikort getur það varðað sektum, varðhaldi eða fangelsi og þá getur ríkissjóður gert veiðifangið og veiðitækin upptæk. Sigurður Þór Guðleifsson, lögmaður Umhverfisstofnunar, segir að ráðherra og félögum hans hafi verið sent bréf þar sem óskað er skýringa á athæfinu. Framhald málsins ráðist af svörum þeirra. Um yfirvofandi ákæru segir sjávarútvegsráðherra að hann muni svara Umhverfisstofnun en meira geti hann ekki gert. Honum þyki leiðinilegt að hafa ekki fylgt reglum um veiðikort en hann hafi ekki vitað betur. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá Umhverfisstofnun í dag eftir að fréttir bárust af ólöglegum veiðum ráðherrans og hafa flestir verið að sækja um veiðikort. Sjálfur segist ráðherra vonast til að komast aftur til veiða á næsta ári en þá með gild plögg.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira