Arjen Robben, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, segir að sigur Liverpool í leiknum um samfélagsskjöldinn um helgina hafi litla sem enga þýðingu fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni.
"Þetta var bara einn leikur um bikar og hann hefur enga þýðingu fyrir komandi leiktíð," sagði Robben, sem var ánægður með framlag nýju leikmannana á sunnudaginn. "Markið hans Shevchenko gefur honum byr undir báða vængi og mér fannst nýju leikmennirnir standa sig vel - við erum allir tilbúnir í slaginn í vetur," sagði sá hollenski.