Ramon Calderon, nýráðinn forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, hefur viðurkennt að ekkert verði af loforðum hans um að fá þá Kaka, Cesc Fabregas og Arjen Robben til félagsins eins og hann lýsti yfir í forsetakosningunum fyrr í sumar.
Calderon er þó ekki af baki dottinn og segir einu ástæðu þess að hann hafi ekki keypt leikmennina sé sú að þeir falli ekki inn í framtíðaráform yfirmanns knattspyrnumála og knattspyrnustjóra félagsins - þeir verði að ráða ferðinni þegar komi að leikmannakaupum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetakandídat þarf að éta yfirlýsingar sínar ofan í sig, en hvað sem því líður virðist Calderon byrja ágætlega í starfi sínu.
Snýr sig fimlega út úr yfirlýsingum sínum

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

