Flóttamenn halda heim 14. ágúst 2006 17:20 Kona gengur um rústir húss síns í Beirút, höfuðborg Líbanons. MYND/AP Líbanskir flóttamenn héldu margir hverjir til síns heima í dag þegar vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða tók gildi. Þeir vonast til að geta haldið lífi sínu áfram þar sem frá var horfið áður en árásir Ísraela á Líbanon hófust fyrir rúmum fjórum vikum. Örtröð er á þröngum stígum og götum í Suður-Líbanon þar sem mörg þúsund brottfluttir Líbanar snúa aftur til síns heima. Fjórðungur Líbana lagði á flótta undan sprengjum Ísraela sem dundu á svæðinu í tæpar fjórar vikur, eða allt þar til í morgun. Þessi flóttamenn hafa því í dag brotið gegn ferðabanni sem Ísraelar settu á og er enn í gildi. Borgir á svæðinu er margar hverjar rústir einar og vissu fjölmargir flóttamenn sem sneru aftur til síns heima ekki hvort nokkuð heillegt biði þeirra við heimkomuna. Hreinsunaraðgerðir í Týrus og Beirút eru hafnar. Í Týrus reyna íbúar að halda eðlilegu lífi áfram í rústum borgarinnar. Í Beirút berjast slökkviliðsmenn við elda sem loga enn í rústum húsa í úthverfum borgarinna. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að það vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Líbanon snemma í morgun héldi. Hann hvatti Líbana og Ísraela til að vinna hratt að því að tryggja varanlegt vopnahlé í samvinnu við friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum og í samræmi við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því á föstudaginn. Þrátt fyrir það féll einn Hizbollah-skæruliði þegar ísraelskur hermaður skaut að liðsmönnum samtakanna í Suður-Líbanon í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði ísraelska þingið í dag. Hann sagði Ísraela ætla að elta uppi leiðtoga Hizbollah hvar og hvenær sem væri. Auk þess hefðu Ísraela áskilið sér rétt til að bregðast við hvers konar brotum á vopnahléssamkomualginu. Olmert sagði leiðtoga Hizbollah í felum en fullvissaði þingið um að þeir myndu ekki sleppa við refsingu. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Líbanskir flóttamenn héldu margir hverjir til síns heima í dag þegar vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða tók gildi. Þeir vonast til að geta haldið lífi sínu áfram þar sem frá var horfið áður en árásir Ísraela á Líbanon hófust fyrir rúmum fjórum vikum. Örtröð er á þröngum stígum og götum í Suður-Líbanon þar sem mörg þúsund brottfluttir Líbanar snúa aftur til síns heima. Fjórðungur Líbana lagði á flótta undan sprengjum Ísraela sem dundu á svæðinu í tæpar fjórar vikur, eða allt þar til í morgun. Þessi flóttamenn hafa því í dag brotið gegn ferðabanni sem Ísraelar settu á og er enn í gildi. Borgir á svæðinu er margar hverjar rústir einar og vissu fjölmargir flóttamenn sem sneru aftur til síns heima ekki hvort nokkuð heillegt biði þeirra við heimkomuna. Hreinsunaraðgerðir í Týrus og Beirút eru hafnar. Í Týrus reyna íbúar að halda eðlilegu lífi áfram í rústum borgarinnar. Í Beirút berjast slökkviliðsmenn við elda sem loga enn í rústum húsa í úthverfum borgarinna. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að það vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Líbanon snemma í morgun héldi. Hann hvatti Líbana og Ísraela til að vinna hratt að því að tryggja varanlegt vopnahlé í samvinnu við friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum og í samræmi við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því á föstudaginn. Þrátt fyrir það féll einn Hizbollah-skæruliði þegar ísraelskur hermaður skaut að liðsmönnum samtakanna í Suður-Líbanon í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði ísraelska þingið í dag. Hann sagði Ísraela ætla að elta uppi leiðtoga Hizbollah hvar og hvenær sem væri. Auk þess hefðu Ísraela áskilið sér rétt til að bregðast við hvers konar brotum á vopnahléssamkomualginu. Olmert sagði leiðtoga Hizbollah í felum en fullvissaði þingið um að þeir myndu ekki sleppa við refsingu.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira