Mótmælendur héldu starfsfólki í gíslingu 14. ágúst 2006 18:43 Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar stormuðu inn á skrifstofu fyrirtækisins Hönnunar á Reyðarfirði í dag og héldu starfsfólki þar í gíslingu. Samtímis var farið inn á byggingarsvæði Bechtel og ALCOA og vinna þar stöðvuð. Mótmælendurnir eiga nú yfir höfði sér kæru vegna skemmdarverka og frelsissviptingar. Það var um klukkan níu í morgun sem mótmælendur gengu inn á skrifstofu Hönnunar á Reyðarfirði og lokuðu útgönguleiðum skrifstofunnar. Að sögn starfsmanna var þeim mjög brugðið enda ekki hverjum degi sem menn séu sviptir frelsi á þennan hátt. Mótmælendur hafa aðra sögu að segja af viðburðum morgunsins. Þeir segjast hafa komið á skrifstofuna til þess eins að mótmæla og að þeir hafi verið friðsamir þar til starfsfólkið réðst að þeim af hörku. Með aðgerðum sínum segjast mótmæelndur vera að sýna andstöðu við þátttöku Hönnunar í þeim óhæfuverkum sem framin eru gegn íslenskri náttúru og þjóðfélagi. Mótmælendur hafa hafst við á túninu við bæinn Kollaleiru í Reyðarfirði síðan lörgeglan á Egilsstöðum upprætti tjaldbúðir þeirra við Lindur. Einn þeirra fór inn á vinnusvæði Bectel við álverið í morgun en þar sem mjög strangar öryggisreglur eru á svæðinu stöðvaðist öll vinna á því þar til lögregla hafði fjarlægt manninn. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði eru þeir vonsviknir yfir að mótmælendur hafi ákveðið að fara þessa leið en Alcoa hafði látið útbúa sér aðstöðu fyrir mótmæli rétt við álverið en utan hættusvæðis. Í fréttatilkynningu sem Alcoa sendi frá sér síðdegis harmar félagið að sama skapi aðgerðirnar enda hafi Alcoa ætíð verið þeirrar skoðunar að fólk hafi frelsi til að mótmæla. Hins vegar sé ekki hægt að leyfa fólki að fara um á svæði sem það og aðra í hættu. Alcoa undirbýr nú kæru á hendur manninum sem fór um svæðið í morgun og starfsmenn Hönnunar hafa þegar kært mótmælendur fyrir frelsissviptingu og eignaspjöll. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar stormuðu inn á skrifstofu fyrirtækisins Hönnunar á Reyðarfirði í dag og héldu starfsfólki þar í gíslingu. Samtímis var farið inn á byggingarsvæði Bechtel og ALCOA og vinna þar stöðvuð. Mótmælendurnir eiga nú yfir höfði sér kæru vegna skemmdarverka og frelsissviptingar. Það var um klukkan níu í morgun sem mótmælendur gengu inn á skrifstofu Hönnunar á Reyðarfirði og lokuðu útgönguleiðum skrifstofunnar. Að sögn starfsmanna var þeim mjög brugðið enda ekki hverjum degi sem menn séu sviptir frelsi á þennan hátt. Mótmælendur hafa aðra sögu að segja af viðburðum morgunsins. Þeir segjast hafa komið á skrifstofuna til þess eins að mótmæla og að þeir hafi verið friðsamir þar til starfsfólkið réðst að þeim af hörku. Með aðgerðum sínum segjast mótmæelndur vera að sýna andstöðu við þátttöku Hönnunar í þeim óhæfuverkum sem framin eru gegn íslenskri náttúru og þjóðfélagi. Mótmælendur hafa hafst við á túninu við bæinn Kollaleiru í Reyðarfirði síðan lörgeglan á Egilsstöðum upprætti tjaldbúðir þeirra við Lindur. Einn þeirra fór inn á vinnusvæði Bectel við álverið í morgun en þar sem mjög strangar öryggisreglur eru á svæðinu stöðvaðist öll vinna á því þar til lögregla hafði fjarlægt manninn. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði eru þeir vonsviknir yfir að mótmælendur hafi ákveðið að fara þessa leið en Alcoa hafði látið útbúa sér aðstöðu fyrir mótmæli rétt við álverið en utan hættusvæðis. Í fréttatilkynningu sem Alcoa sendi frá sér síðdegis harmar félagið að sama skapi aðgerðirnar enda hafi Alcoa ætíð verið þeirrar skoðunar að fólk hafi frelsi til að mótmæla. Hins vegar sé ekki hægt að leyfa fólki að fara um á svæði sem það og aðra í hættu. Alcoa undirbýr nú kæru á hendur manninum sem fór um svæðið í morgun og starfsmenn Hönnunar hafa þegar kært mótmælendur fyrir frelsissviptingu og eignaspjöll.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira