Byssurnar þagnaðar 14. ágúst 2006 19:00 Margir flóttamenn snúa nú aftur til síns heima. MYND/AP Langþráð vopnahlé skæruliða Hizbollah og Ísraelshers hófst loks í morgun eftir þrjátíu og fjögurra daga linnulausa bardaga. Tölfræðin segir sumt, en sannarlega ekki allt: Meira en þúsund manns liggja í valnum í Líbanon, þorri þeirra saklausir borgarar, og í Ísrael hafa 157 týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum er jafnframt gífurlegt, það er metið á 178 milljarða króna í Líbanon og 78 milljarða í Ísrael. Og hverju hafa svo átökin skilað? Grafarþögn í Beirút er ástand sem íbúar borgarinnar voru nánast búnir að gleyma eftir sprengjuregnið sem á þeim hefur dunið undanfarinn mánuð. Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun en örskömmu áður höfðu síðustu byssurnar þagnað. Eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag og vonast er til að svo verði þar til 15.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna tekur sér stöðu í Suður-Líbanon, jafnvel í þessari viku. Fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hefur verið á hrakhólum undanfarnar vikur en í dag gat fólk loks farið að huga að því að snúa til síns heima. Það var því engin furða að fögnuður ríkti víða í landinu yfir að friður væri kominn á. Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels kvaðst í ræðu sinni í þinginu bera einn ábyrgð á hernaði undanfarins mánaðar og bætti því við að leiðtogar Hizbollah yrðu áfram hundeltir þrátt fyrir ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. Ísraelar hrósa semsagt líka sigri í þessu stríði sem nú virðist vera að baki þrátt fyrir að hafa alls ekki tekist sitt helsta ætlunarverk, að stöðva flugskeytaárásir Hizbollah. Og hvað náðist þá fram með átökunum? Um 1.200 hafa látið lífið undanfarnar vikur og þúsundir til viðbótar örkumlast. Hundruð þúsunda eru á vergangi og stór hluti þess fólk hefur misst allt sitt. Sigurvegarar stríðsins eru kannski nokkrir en hinir sem töpuðu eru miklu fleiri. Erlent Fréttir Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Langþráð vopnahlé skæruliða Hizbollah og Ísraelshers hófst loks í morgun eftir þrjátíu og fjögurra daga linnulausa bardaga. Tölfræðin segir sumt, en sannarlega ekki allt: Meira en þúsund manns liggja í valnum í Líbanon, þorri þeirra saklausir borgarar, og í Ísrael hafa 157 týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum er jafnframt gífurlegt, það er metið á 178 milljarða króna í Líbanon og 78 milljarða í Ísrael. Og hverju hafa svo átökin skilað? Grafarþögn í Beirút er ástand sem íbúar borgarinnar voru nánast búnir að gleyma eftir sprengjuregnið sem á þeim hefur dunið undanfarinn mánuð. Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun en örskömmu áður höfðu síðustu byssurnar þagnað. Eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag og vonast er til að svo verði þar til 15.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna tekur sér stöðu í Suður-Líbanon, jafnvel í þessari viku. Fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hefur verið á hrakhólum undanfarnar vikur en í dag gat fólk loks farið að huga að því að snúa til síns heima. Það var því engin furða að fögnuður ríkti víða í landinu yfir að friður væri kominn á. Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels kvaðst í ræðu sinni í þinginu bera einn ábyrgð á hernaði undanfarins mánaðar og bætti því við að leiðtogar Hizbollah yrðu áfram hundeltir þrátt fyrir ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. Ísraelar hrósa semsagt líka sigri í þessu stríði sem nú virðist vera að baki þrátt fyrir að hafa alls ekki tekist sitt helsta ætlunarverk, að stöðva flugskeytaárásir Hizbollah. Og hvað náðist þá fram með átökunum? Um 1.200 hafa látið lífið undanfarnar vikur og þúsundir til viðbótar örkumlast. Hundruð þúsunda eru á vergangi og stór hluti þess fólk hefur misst allt sitt. Sigurvegarar stríðsins eru kannski nokkrir en hinir sem töpuðu eru miklu fleiri.
Erlent Fréttir Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira