Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hefur farið þess á leit við leikmenn, þjálfara og dómara að fallið verði frá þeim sið að spyrna boltanum út af vellinum þegar leikmaður liggur meiddur á vellinum. Þess í stað verði dómara fengið það hlutverk að meta hvenær stöðva þurfi leik vegna meiðsla hverju sinni.
Forráðamönnum deildarinnar þótti gamla fyrirkomulagið, sem byggði að mestu á heiðursmannasamkomulagi leikmanna, bjóða upp á óþarfa árekstra og rifrildi og því var ákveðið að breyta þessum áhersluatriðum.
Skemmst er að minnast leiksins mikilvæga milli erkifjendanna Arsenal og Tottenham í vor, þegar Tottenham skoraði umdeilt mark eftir að sýnt þótti að einn leikmanna Arsenal lá meiddur á vellinum eftir samstuð. Þetta olli því að stjórarnir Arsene Wenger og Martin Jol hnakkrifust á hliðarlínunni og verð atvikið ekki til að bæta eldfimt andrúmsloftið milli liðanna.