
Sport
Meistararnir í góðum málum

Englandsmeistarar Chelsea byrja titilvörnina með ágætum, en liðið hefur örugga 2-0 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign þeirra við Manchester City á Stamford Bridge. Það var varnarjaxlinn John Terry sem opnaði markareikninginn á 11. mínútu og félagi hans í enska landsliðinu, Frank Lampard, bætti við öðru marki á 25. mínútu þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið.