Börn nota sprengjur sem leikföng 20. ágúst 2006 19:00 Ótal virkar sprengjur af ýmsum gerðum er að finna á götum Suður-Líbanon og hafa þær limlest marga íbúa þar eða orðið þeim að fjörtjóni. Björgunarfólk hefur reynt að merkja sem flestar sprengjur kirfilega áður en sprengjusérfræðingar gera þær óvirkar. Íbúar í Suður-Líbanon streyma enn til síns heima í von um að þar sé eitthvað heillegt að finna. Margir koma þó aðeins að rústum einum. Í þorpinu Saddiqine, um tuttugu kílómetra suðaustur af Týrus, má sjá íbúa leita eigna sinna í rúsum húsa sinna. Þeir sem finna eitthvað heillegt eiga oft fullt í fangi með að losa brak ofan af því. Á meðan reyna aðrir að hreinsa til á götum þorpsins. Hjálparsamtök í Suður-Líbanon láta fólk fá dreifimiða þar sem varað er við því að handleika klasasprengjur eða sprengjur annarrar gerðar. Margar þeirra séu enn virkar. Sjálfboðaliðar merkja sprengjur í bænum al-Bayyadah, átján kílómetrum suður af Týrus. Þá getur fólk forðast þær þar til sprengjusérfræðingar koma á vettvang og skera úr um hvort réttast sé að fjarlægja þær eða sprengja á staðnum. Elias Kayal, sérfærðingur hjá hjálparsamtökum í Suður-Líbanon, segir sprengjur á borð við klasasprengjur, helstu ógn við lífi og limum þorpsbúa. Hann segir um það bil tuttugu og fjögur slys hafa orðið í síðustu viku. Börn hafi látist. Fólk hafi reynt að henda sprengjum úr görðum sínum og húsum með hörmulegum afleiðingum. Mörg slys hafi orðið og eigi eftir að verða. Börn sem finna virkar sprengju taka þær oft fyrir leikföng með hörmulegum afleiðingum. Hassan Tehini, sem er tíu ára, og Seknah Merhi, sem er tólf ára, særðust þegar klasasprengja sprakk um leið og önnur stúlka var að leika sér með hana. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Ótal virkar sprengjur af ýmsum gerðum er að finna á götum Suður-Líbanon og hafa þær limlest marga íbúa þar eða orðið þeim að fjörtjóni. Björgunarfólk hefur reynt að merkja sem flestar sprengjur kirfilega áður en sprengjusérfræðingar gera þær óvirkar. Íbúar í Suður-Líbanon streyma enn til síns heima í von um að þar sé eitthvað heillegt að finna. Margir koma þó aðeins að rústum einum. Í þorpinu Saddiqine, um tuttugu kílómetra suðaustur af Týrus, má sjá íbúa leita eigna sinna í rúsum húsa sinna. Þeir sem finna eitthvað heillegt eiga oft fullt í fangi með að losa brak ofan af því. Á meðan reyna aðrir að hreinsa til á götum þorpsins. Hjálparsamtök í Suður-Líbanon láta fólk fá dreifimiða þar sem varað er við því að handleika klasasprengjur eða sprengjur annarrar gerðar. Margar þeirra séu enn virkar. Sjálfboðaliðar merkja sprengjur í bænum al-Bayyadah, átján kílómetrum suður af Týrus. Þá getur fólk forðast þær þar til sprengjusérfræðingar koma á vettvang og skera úr um hvort réttast sé að fjarlægja þær eða sprengja á staðnum. Elias Kayal, sérfærðingur hjá hjálparsamtökum í Suður-Líbanon, segir sprengjur á borð við klasasprengjur, helstu ógn við lífi og limum þorpsbúa. Hann segir um það bil tuttugu og fjögur slys hafa orðið í síðustu viku. Börn hafi látist. Fólk hafi reynt að henda sprengjum úr görðum sínum og húsum með hörmulegum afleiðingum. Mörg slys hafi orðið og eigi eftir að verða. Börn sem finna virkar sprengju taka þær oft fyrir leikföng með hörmulegum afleiðingum. Hassan Tehini, sem er tíu ára, og Seknah Merhi, sem er tólf ára, særðust þegar klasasprengja sprakk um leið og önnur stúlka var að leika sér með hana.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira