Eiður Smári spilar sinn fyrsta leik fyrir Barcelona

Síðari hálfleikur í viðureign Barcelona og Espanyol er nú að hefjast og þar hefur dregið til tíðinda því Eiður Smári Guðjohnsen var að koma inná sem varamaður fyrir Samuel Eto´o og er þar með að spila sinn fyrsta alvöru leik fyrir Katalóníurisann. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra.