Blackburn sendir inn kvörtun vegna Todd

Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn hefur sent knattspyrnusambandinu kvörtun vegna brottvísunar Andy Todd í leiknum gegn Portsmouth um helgina. Todd fékk tvö gul spjöld og þar með rautt í leiknum og þykir forráðamönnum Blackburn þessi dómur hafa verið afar loðinn.