
Sport
Sissoko verður frá í tvær vikur

Talsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hafa staðfest að miðjumaðurinn Mohamed Sissoko verði frá keppni í að minnsta kosti tvær vikur eftir að hann var borinn af velli meiddur á hné í Evrópuleiknum gegn Maccabi Haifa í gærkvöldi. Þá varð varnarmaðurinn Stephen Warnock einnig fyrir nokkrum meiðslum í gær, en búist er við því að hann nái sér fyrr en félagi hans.