Mourinho afar óhress með styrkleikaflokkana 23. ágúst 2006 16:05 Jose Mourinho er mjög ósáttur við að Chelsea skuli vera í öðrum styrkleikaflokki í meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. Mourinho og félagar sjá nú fram á það að góðar líkur séu á því að liðið lendi í riðli með Evrópumeisturum Barcelona, en þar að auki er ljóst að liðið lendir í riðli með liðum á borð við AC Milan, Inter Milan, Real Madrid eða Valencia. Liverpool, Manchester United og væntanlega Arsenal, eru öll í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina og þetta þykir Mourinho brandari. "Það er einfaldlega rangt hvernig staðið er að því að raða í þessa styrkleikaflokka, því við erum heppnir að komast í annan styrkleikaflokk þó við höfum orðið enskir meistarar. Að mínu mati ætti það að vega mun þyngra að verða meistari en að fara eftir árangri fortíðarinnar. Við erum til að mynda settir neðar en Inter þó við höfum unnið deildina á Englandi en þeir enduðu í þriðja sæti á Ítalíu. Og hvernig stendur á því að lið sem þurftu að fara í undankeppni á borð við Liverpool, eru sett upp fyrir okkur í styrkleikaflokk?" sagði Mourinho, sem segir kerfið vera gallað og bendir á að bestu liðin í Evrópu mætist ekki í undanúrslitum eins og þau ættu að gerast vegna þessara galla. "Meistaradeildin er besta keppni í heimi, en þú sérð ekki bestu knattspyrnulið Evrópu í undanúrslitum keppninnar og það er í raun aðeins heppni sem ræður því að besta liðið standi uppi sem sigurvegari. Prófið bara að bera saman undanúrslitaleikina og leikina í fyrri umferðum keppninnar. Berið leik Arsenal og Villarreal saman við leik Arsenal og Juventus, Chelsea og Barcelona eða Milan og Bayern Munchen - það er ekki hægt. Liverpool vann þessa keppni á sínum tíma þó liðið væri meira en 30 stigum á eftir okkur í deildinni og náði ekki einu sinni að vera á meðal fjögurra efstu liðanna á Englandi. Arsenal komst í úrslitin síðast og rétt skreið í topp fjögur á lokadeginum í deildinni. Þess vegna er það frábært afrek ef þú vinnur meistaradeildina og ert ekki í efsta styrkleikaflokki og það er í raun fáránlegt að ekki skuli vera tekið mark á keppni eins og deildarkeppninni þegar raðað er í flokkana," sagði Mourinho. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. Mourinho og félagar sjá nú fram á það að góðar líkur séu á því að liðið lendi í riðli með Evrópumeisturum Barcelona, en þar að auki er ljóst að liðið lendir í riðli með liðum á borð við AC Milan, Inter Milan, Real Madrid eða Valencia. Liverpool, Manchester United og væntanlega Arsenal, eru öll í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina og þetta þykir Mourinho brandari. "Það er einfaldlega rangt hvernig staðið er að því að raða í þessa styrkleikaflokka, því við erum heppnir að komast í annan styrkleikaflokk þó við höfum orðið enskir meistarar. Að mínu mati ætti það að vega mun þyngra að verða meistari en að fara eftir árangri fortíðarinnar. Við erum til að mynda settir neðar en Inter þó við höfum unnið deildina á Englandi en þeir enduðu í þriðja sæti á Ítalíu. Og hvernig stendur á því að lið sem þurftu að fara í undankeppni á borð við Liverpool, eru sett upp fyrir okkur í styrkleikaflokk?" sagði Mourinho, sem segir kerfið vera gallað og bendir á að bestu liðin í Evrópu mætist ekki í undanúrslitum eins og þau ættu að gerast vegna þessara galla. "Meistaradeildin er besta keppni í heimi, en þú sérð ekki bestu knattspyrnulið Evrópu í undanúrslitum keppninnar og það er í raun aðeins heppni sem ræður því að besta liðið standi uppi sem sigurvegari. Prófið bara að bera saman undanúrslitaleikina og leikina í fyrri umferðum keppninnar. Berið leik Arsenal og Villarreal saman við leik Arsenal og Juventus, Chelsea og Barcelona eða Milan og Bayern Munchen - það er ekki hægt. Liverpool vann þessa keppni á sínum tíma þó liðið væri meira en 30 stigum á eftir okkur í deildinni og náði ekki einu sinni að vera á meðal fjögurra efstu liðanna á Englandi. Arsenal komst í úrslitin síðast og rétt skreið í topp fjögur á lokadeginum í deildinni. Þess vegna er það frábært afrek ef þú vinnur meistaradeildina og ert ekki í efsta styrkleikaflokki og það er í raun fáránlegt að ekki skuli vera tekið mark á keppni eins og deildarkeppninni þegar raðað er í flokkana," sagði Mourinho.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Sjá meira