
Sport
Ooijer til Blackburn

Hollenski miðvörðurinn Andre Ooijer hefur skrifað undir tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn, með möguleika á eins árs framlengingu. Ooijer er 32 ára gamall landsliðsmaður og kemur frá PSV Eindhoven. "Við erum búnir að leita að miðverði í allt sumar og loksins komnir með mann sem hefur spilað með liðum í fremstu röð og er hokinn af reynslu," sagði Mark Hughes knattspyrnustjóri Blackburn.