Innlent

Reykjanesskagi verði eldfjallagarður

Landvernd vill að Reykjanesskagi verði skipulagður sem eldfjallagarður og fólkvangur og að ekki verði ráðist í jarðvarmavirkjanir á nýjum svæðum. Landvernd vill endurskipuleggja svæðið í heild með tilliti til náttúruverndar, útivistar og vinnslu á jarðvarma og jarðhitaefna.

Landverd hefur kynnt framtíðarskipulag fyrir skagann og mun skipulagið verða kynnt á ráðstefnu í Norræna húsinu fimmtudaginn 7. september.

Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar segir að Landvernd vilji að farið verði hægt í jaðrvarmavirkjanir og að best sé að horfa til þeirra svæða sem hafa verið virkjuð að hluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×