Fótbolti

Riðillinn verður erfiður en skemmtilegur

Arsene Wenger á von á skemmtilegri baráttu í G-riðlinum í meistaradeildinni
Arsene Wenger á von á skemmtilegri baráttu í G-riðlinum í meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger á von á að Arsenal bíði erfitt en skemmtilegt verkefni í G-riðli meistaradeildar Evrópu í vetur þar sem liðið leikur ásamt Porto, CSKA Moskvu og Hamburg.

Arsenal, sem náði alla leið í úrslitaleikinn í keppninni í vor, verður eflaust talið sigurstranglegast í riðlinum en Wenger hefur vaðið fyrir neðan sig eins og fyrri daginn.

"Þetta verður mjög þéttur og erfiður riðill fyrir okkur, það er á hreinu. Portó er yfirburðalið í Portúgal og alltaf erfitt viðureignar, CSKA er sömuleiðis í sérflokki í Rússlandi og Hamburg endaði í öðru sæti á eftir Bayern í Þýskalandi eftir að veita meisturunum harða baráttu.

Það er mjög áhugaverð blanda liða í þessum riðli. Þarna gætir áhrifa frá Suður-Evrópu hjá Porto, Hamburg hefur á að skipa líkamlega sterkum leikmönnum sem spila sóknarleik og CSKA hefur verið að gera byltingu í Evrópu," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×