Við bregðumst stuðningsmönnum okkar ekki aftur 24. ágúst 2006 23:34 Sir Alex segir ekki koma til greina að klúðra málum í meistaradeildinni annað árið í röð NordicPhotos/GettyImages Sir Alex Ferguson var ekkert að skafa af því í kvöld þegar hann var spurður um yfirlýst markmið Manchester United í riðlakeppni meistaradeildarinnar, en liðið hafnaði í riðli með Glasgow Celtic, Benfica og FC Kaupmannahöfn. "Við erum mjög hungraðir í góðan árangur í meistaradeildinni á þessari leiktíð eftir vonbrigðin í fyrra," sagði Ferguson, en United vermdi botnsætið í riðli sínum í fyrra, þó sá riðill hafi almennt verið álitinn nokkuð veikur. Benfica var einmitt liðið sem átti stærstan þátt í að slá enska liðið út í það skiptið. "Það kemur ekkert annað til greina en að komast áfram í keppninni í ár, við einfaldlega skuldum stuðningsmönnum okkar það og munum ekki bregðast þeim í þetta sinn," sagði Ferguson, sem mætir gömlum lærisveini sínum Gordon Strachan hjá Celtic í riðlinum. Strachan gagnrýndi Ferguson í ævisögu sinni fyrir nokkru og sagði hann hafa farið illa með sig þegar hann lék undir stjórn Ferguson hjá Manchester United á sínum tíma. Manchester United og Celtic hafa enn ekki mæst í meistaradeildinni, en eru þó búin að spila tvo vináttuleiki á síðustu mánuðum og vann enska liðið þá nokkuð auðveldlega. "Ég er orðinn hundleiður á þessu United-liði, við erum alltaf að mæta þeim þessa dagana," sagði Gordon Strachan í gamansömum tón þegar hann var spurður út í samkeppnina í riðlinum. "Það er auðvitað ekkert grín að mæta eldheitu liði eins og Manchester United, en þegar maður lítur á hina riðlana í þessari keppni, held ég að við höfum ekkert verið óheppnir með dráttinn. Lið okkar er enn langt frá sínu besta, en vonandi verðum við farnir að spila betur þegar riðlakeppnin hefst," sagði hinn smái en knái Strachan. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira
Sir Alex Ferguson var ekkert að skafa af því í kvöld þegar hann var spurður um yfirlýst markmið Manchester United í riðlakeppni meistaradeildarinnar, en liðið hafnaði í riðli með Glasgow Celtic, Benfica og FC Kaupmannahöfn. "Við erum mjög hungraðir í góðan árangur í meistaradeildinni á þessari leiktíð eftir vonbrigðin í fyrra," sagði Ferguson, en United vermdi botnsætið í riðli sínum í fyrra, þó sá riðill hafi almennt verið álitinn nokkuð veikur. Benfica var einmitt liðið sem átti stærstan þátt í að slá enska liðið út í það skiptið. "Það kemur ekkert annað til greina en að komast áfram í keppninni í ár, við einfaldlega skuldum stuðningsmönnum okkar það og munum ekki bregðast þeim í þetta sinn," sagði Ferguson, sem mætir gömlum lærisveini sínum Gordon Strachan hjá Celtic í riðlinum. Strachan gagnrýndi Ferguson í ævisögu sinni fyrir nokkru og sagði hann hafa farið illa með sig þegar hann lék undir stjórn Ferguson hjá Manchester United á sínum tíma. Manchester United og Celtic hafa enn ekki mæst í meistaradeildinni, en eru þó búin að spila tvo vináttuleiki á síðustu mánuðum og vann enska liðið þá nokkuð auðveldlega. "Ég er orðinn hundleiður á þessu United-liði, við erum alltaf að mæta þeim þessa dagana," sagði Gordon Strachan í gamansömum tón þegar hann var spurður út í samkeppnina í riðlinum. "Það er auðvitað ekkert grín að mæta eldheitu liði eins og Manchester United, en þegar maður lítur á hina riðlana í þessari keppni, held ég að við höfum ekkert verið óheppnir með dráttinn. Lið okkar er enn langt frá sínu besta, en vonandi verðum við farnir að spila betur þegar riðlakeppnin hefst," sagði hinn smái en knái Strachan.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira