Fjórir danir kærðir fyrir tilraun til hryðjuverkaárásar
Dómsmálaráðaherra Danmerkur hefur ákveðið að ákæra fjóra unga Dani fyrir tilraun til hryðjuverkaárásar. Mennirnir voru handteknir af lögreglunni í Glostrup í október á síðasta ári. Þeir höfðu lagt á ráðin með tveimur öðrum mönnum sem sitja í fangelsi í Sarajevó í Bosníu og bíða þess að réttað verði í máli þeirra. Mikið magn af sprengiefni fannst í fórum þeirra og þeir höfðu meðal annars framleitt sjálfsvígssprengibelti.