Lerner tryggir sér meirihluta í Aston Villa

Ameríski milljarðamæringurinn Randy Lerner hefur formlega eignast tæplega 60% hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa, en þetta var tilkynnt í kauphöllinni í Lundúnum í dag. Lerner hefur því formlega eignast hlut Doug Ellis, fyrrum stjórnarformanns félagsins og vantar því lítið upp á að eignast 75% hlut í félaginu svo hann geti talist formlegur eigandi félagsins.