Fréttmenn Fox látnir lausir 27. ágúst 2006 13:13 Mynd/AP Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Ekkert heyrðist frá mannræningjunum fyrr en í miðri síðustu viku. Þar til þá var ekkert vitað um afdrif fréttamannsins Steve Centanni frá Bandaríkjunum og myndatökumannsins Olaf Wiig frá Nýja Sjálandi. Myndband var síðan birt á miðvikudaginn þar sem mátti sjá að mennirnir voru ekki illa haldnir. Þá kom í ljós að þeir voru í haldi áður óþekktra samtaka herskárra Palestínumanna sem kölluðu sig Stórfylkingu heilags stríðs. Með því fyldu skilaboð frá samtökunum þar sem Bandaríkjamönnum var gefinn þriggja sólahringa frestur til að láta lausa þá múslima sem þeir hafi í haldi víðsvegar um heim. Ekki var gefið upp hvað mönnunum yrði gert ef ekki yrði gengið að kröfum mannræningjanna. Fresturinn rann út í gærmorgun og engir múslimar látnir lausir úr haldi. Það var svo snemma í morgun sem annað myndband með mönnunum var birt og því ljóst að þeim hafði ekki verið gert mein. Þar sögðust þeir hafa tekið upp íslamstrú. Þeir lásu það af blaði. Þá gagnrýndu þeir aðgerðir vesturveldanna í Írak og Afganistan. Á þeim tíma sem mennirnir voru í haldi reyndu fulltrúar heimastjórnar Palestínumanna hvað þeir gátu til að tryggja lausn mannanna og bar það loks árangur í morgun því þeir voru látnir lausir nokkrum klukkustundum eftir að seinna myndbandið var birt. Þeim var ekið að hóteli í Gaza-borg í morgun og voru þeir fegnir frelsinu. Erlent Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Ekkert heyrðist frá mannræningjunum fyrr en í miðri síðustu viku. Þar til þá var ekkert vitað um afdrif fréttamannsins Steve Centanni frá Bandaríkjunum og myndatökumannsins Olaf Wiig frá Nýja Sjálandi. Myndband var síðan birt á miðvikudaginn þar sem mátti sjá að mennirnir voru ekki illa haldnir. Þá kom í ljós að þeir voru í haldi áður óþekktra samtaka herskárra Palestínumanna sem kölluðu sig Stórfylkingu heilags stríðs. Með því fyldu skilaboð frá samtökunum þar sem Bandaríkjamönnum var gefinn þriggja sólahringa frestur til að láta lausa þá múslima sem þeir hafi í haldi víðsvegar um heim. Ekki var gefið upp hvað mönnunum yrði gert ef ekki yrði gengið að kröfum mannræningjanna. Fresturinn rann út í gærmorgun og engir múslimar látnir lausir úr haldi. Það var svo snemma í morgun sem annað myndband með mönnunum var birt og því ljóst að þeim hafði ekki verið gert mein. Þar sögðust þeir hafa tekið upp íslamstrú. Þeir lásu það af blaði. Þá gagnrýndu þeir aðgerðir vesturveldanna í Írak og Afganistan. Á þeim tíma sem mennirnir voru í haldi reyndu fulltrúar heimastjórnar Palestínumanna hvað þeir gátu til að tryggja lausn mannanna og bar það loks árangur í morgun því þeir voru látnir lausir nokkrum klukkustundum eftir að seinna myndbandið var birt. Þeim var ekið að hóteli í Gaza-borg í morgun og voru þeir fegnir frelsinu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira