Syrgir mannræningja sinn 28. ágúst 2006 19:30 Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Natascha fannst á ráfi í garði í Vín í síðustu viku en daginn áður hafði hún sloppið frá mannræningjanum, Wolfgang Priklopil. Síðan þá hefur hún ekki komið fram opinberlega eða veitt viðtöl. Það var svo í dag sem Max Friedrich, sálfræðingur hennar, las yfirlýsingu frá henni á blaðamannafundi. Þar segist hún gera sér grein fyrir því að fólk fylltist óhug yfir því sem fyrir hana kom og spyrði hvernig það gæti hafa gerst. Hún ætli sér hins vegar ekki að svara spurningum þar sem farið verði út smáatriði. Í yfirlýsingunni segir hún herbergið sitt litla hafa verið hennar og ekki ætlunin að aðbúnaður þar kæmi fyrir almennings sjónir. Hún segir daglegt líf sitt hafa verið vel skipulagt. Hún hafi oftast borðað morgunmat með Priklopil. Síðan hafi hún unnið húsverk, lesið bækur, horft á sjónvarp og eldað. Priklopil hafi lítið sem ekkert unnið meðan hún var í haldi hjá honum. Hún neitar því að hafa kallað Priklopil meistara sinn þó hann hafi viljað það. Hún segir meðferðina á sér hafa verið misjafna. Einn dag hafi hann komið vel fram við hana en annan ekki. Síðan bað hún fjölmiðla um að láta sig í friði og sagði langt í það að hún gæti talað opinberlega um raunir sínar. Natascha er sögð þjást af Stokhólm-heilkennum, sem lýsa sér í því að gíslar taka mannræningja sína í sátt og mynda ákveðin tengsl við þá. Þegar lögregla greindi Natöschu frá því að Priklopil hefði svipt sig lífi eftir að hún slapp frá honum mun hún hafa grátið óstjórnlega. Hún er sögð syrgja hann. Foreldrar Natöschu, sem hafa skilið, eru ósáttir við að hafa ekki fengið að hitta hana. Lögregla segir það ekki bannað en hún hafi sjálf óskað eftir því að vera flutt á öruggan stað, fjarri þeim. Þar fái hún meðferð hjá geðlæknum. Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Natascha fannst á ráfi í garði í Vín í síðustu viku en daginn áður hafði hún sloppið frá mannræningjanum, Wolfgang Priklopil. Síðan þá hefur hún ekki komið fram opinberlega eða veitt viðtöl. Það var svo í dag sem Max Friedrich, sálfræðingur hennar, las yfirlýsingu frá henni á blaðamannafundi. Þar segist hún gera sér grein fyrir því að fólk fylltist óhug yfir því sem fyrir hana kom og spyrði hvernig það gæti hafa gerst. Hún ætli sér hins vegar ekki að svara spurningum þar sem farið verði út smáatriði. Í yfirlýsingunni segir hún herbergið sitt litla hafa verið hennar og ekki ætlunin að aðbúnaður þar kæmi fyrir almennings sjónir. Hún segir daglegt líf sitt hafa verið vel skipulagt. Hún hafi oftast borðað morgunmat með Priklopil. Síðan hafi hún unnið húsverk, lesið bækur, horft á sjónvarp og eldað. Priklopil hafi lítið sem ekkert unnið meðan hún var í haldi hjá honum. Hún neitar því að hafa kallað Priklopil meistara sinn þó hann hafi viljað það. Hún segir meðferðina á sér hafa verið misjafna. Einn dag hafi hann komið vel fram við hana en annan ekki. Síðan bað hún fjölmiðla um að láta sig í friði og sagði langt í það að hún gæti talað opinberlega um raunir sínar. Natascha er sögð þjást af Stokhólm-heilkennum, sem lýsa sér í því að gíslar taka mannræningja sína í sátt og mynda ákveðin tengsl við þá. Þegar lögregla greindi Natöschu frá því að Priklopil hefði svipt sig lífi eftir að hún slapp frá honum mun hún hafa grátið óstjórnlega. Hún er sögð syrgja hann. Foreldrar Natöschu, sem hafa skilið, eru ósáttir við að hafa ekki fengið að hitta hana. Lögregla segir það ekki bannað en hún hafi sjálf óskað eftir því að vera flutt á öruggan stað, fjarri þeim. Þar fái hún meðferð hjá geðlæknum.
Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“