
Erlent
Vopnahlé komið á í Úganda

Vopnahlé milli stjórnvalda í Úganda og uppreisnarmanna þar í landi tók gildi í morgun. Skrifað var undir vopnahléssamkomulag á laugardaginn. Áætlað er að heildstæðar friðarviðræður hefjist eftir þrjár vikur. Mörg þúsund manns hafa fallið í tveggja áratuga átökum stríðandi fylkinga í Norður-Úganda og rúm milljón manna flúið heimili sín.