Innlent

Samfylkingin vill fjölga stúdentaíbúðum

Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg gangi til viðræðna við byggingafélög námsmanna um uppbyggingu allt að 800 stúdentaíbúða. Það er mat Samfylkingarinnar að brýn þörf sé fyrir leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og því sé mikilvægt að stórátak verði gert í þeim málum á næstu árum.

Samfylkingin segir að stúdentagarðar eigi að byggjast upp í bland við aðrar íbúðir á öllum eftirsóttustu byggingasvæðum borgarinnar. Flokkurinn segir í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í dag, að þar sem fyrri meirihluti borgarstjórnar hafi nú þegar gefið vilyrði fyrir uppbyggingu reita fyrir stúdenta sé mikilvægt að því sé fylgt eftir með formlegum samningum, breytingum á skipulagi og lóðaúthlutunum, til að verkefnin verði að veruleika.

Í tilkynningu Samfylkingingarinnar koma þeir með tillögur að landsvæði sem hægt væri að nýta til uppbyggingar. Þar segir að flokkurinn vilji að Félagsstofnun stúdenta verði úthlutað 100 íbúðum við Barónsreit við Hlemm. Flokkurinn bendir á að Byggingafélag námsmanna hafi fest kaup á byggingarrétti á Einholtsreit þar sem um 400 herbergi og íbúðir gætu risið. Einnig segja þeir ástæðu til að kanna möguleika á að kanna uppbyggingu við Lindargötu þar sem Félagsstofnun sé þegar að byggja. Samfylkingin nefnir einnig nýja hafnarsvæðið og vill að fjórðungur þeirra íbúða verði fyrir stúdenta. Eins benda þeir á að hræringar í Vatnsmýrinni losi um landssvæði norðan Eggertsgögu þar sem á annað hundrað íbúða gætu risið. Einnig telja þeir að hægt sé að byggja vestan Suðurgötu þar sem nú er gert ráð fyrir uppbyggingu í þágu háskólans. Í lokinn benda þeir á svæði Háskólans í Reykjavík en þar er gert ráð fyrir 275 stúdentaíbúðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×