Neyðarástand vegna Ernesto 29. ágúst 2006 12:45 Bush Bandaríkjaforseti á ferð um svæðið fyrir tæpu ári. MYND/AP Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Íbúar á Flórída hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Margir hafa farið að þeim ráðleggingum og mynduðust langar raðir á bensínstöðvum og í verslunum í gær. Veðurfræðingar spá því að þegar Ernesto nái landi á Suður-Flórída í kvöld verði hann sterkur hitabeltisstormur, en svo gæti þó farið að hann verði orðinn fyrsta stigs fellibylur. Kona drukknaði þegar Ernesto fór yfir suðurströnd Haítí í gær. Fellibyljatímabilið á svæðinu í fyrra var það versta í sögunni og nú er ár frá því fellibylurinn Katrín reið yfir. Katrín myndaðist yfir Bahama-eyjum tuttugasta og þriðja ágúst í fyrra og fór þá yfir Suður-Flórída og mældist þá sem fyrsta stigs fellibylur. Urðu nokkrar skemmdir þar. Það var svo í Mexíkóflóa sem bylurinn sótti í sig veðrið og varð öflugasti fellibylur sögunnar. Eitthvað dró þó úr styrk Katrínar þegar hún náði landi í suð-austur Louisiana fyrir ári. Bylurinn eyrði litlu sem engu og olli miklum skemmdum í Mobile, Alabama, og Biloxi. Stíflugarðar brustu við New Orleans með þeim afleiðingum að áttatíu prósent borgarinnar fóru undir vatn. Áætlað er að kostnaður vegna skemmda eftir Katrínu nemi jafnvirði hátt í sex þúsund milljarða íslenskra króna. Hátt í tvö þúsund manns týndu lífi í veðurofsanum. Bush Bandaríkjaforseti kom til Biloxi í gær en hann heimsækir nú þau svæði sem verst urðu úti í bylnum. Hann telur ólíklegt að meira fé verði varið til endurbyggingar en því sem þegar hafi verið heitið. Stjórnvöld hafa eyrnamerkt jafnvirði sjö þúsund milljarða króna til endurbyggingar en aðeins tæpur helmingur þess fjár hefur borist. Bush segir það að líkast til taka mörg ár að koma lífi íbúa á svæðinu í samt horf á ný en að því verði unnið ötullega. Könnun sem gerð var meðal Bandaríkjamanna fyrr í mánuðinum sýnir að tveir þriðju þeirra eru enn ósáttir við það hvernig forsetinn og stjórnvöld héldu á málum eftir að bylurinn hafði riðið yfir. Erlent Fréttir Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Íbúar á Flórída hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Margir hafa farið að þeim ráðleggingum og mynduðust langar raðir á bensínstöðvum og í verslunum í gær. Veðurfræðingar spá því að þegar Ernesto nái landi á Suður-Flórída í kvöld verði hann sterkur hitabeltisstormur, en svo gæti þó farið að hann verði orðinn fyrsta stigs fellibylur. Kona drukknaði þegar Ernesto fór yfir suðurströnd Haítí í gær. Fellibyljatímabilið á svæðinu í fyrra var það versta í sögunni og nú er ár frá því fellibylurinn Katrín reið yfir. Katrín myndaðist yfir Bahama-eyjum tuttugasta og þriðja ágúst í fyrra og fór þá yfir Suður-Flórída og mældist þá sem fyrsta stigs fellibylur. Urðu nokkrar skemmdir þar. Það var svo í Mexíkóflóa sem bylurinn sótti í sig veðrið og varð öflugasti fellibylur sögunnar. Eitthvað dró þó úr styrk Katrínar þegar hún náði landi í suð-austur Louisiana fyrir ári. Bylurinn eyrði litlu sem engu og olli miklum skemmdum í Mobile, Alabama, og Biloxi. Stíflugarðar brustu við New Orleans með þeim afleiðingum að áttatíu prósent borgarinnar fóru undir vatn. Áætlað er að kostnaður vegna skemmda eftir Katrínu nemi jafnvirði hátt í sex þúsund milljarða íslenskra króna. Hátt í tvö þúsund manns týndu lífi í veðurofsanum. Bush Bandaríkjaforseti kom til Biloxi í gær en hann heimsækir nú þau svæði sem verst urðu úti í bylnum. Hann telur ólíklegt að meira fé verði varið til endurbyggingar en því sem þegar hafi verið heitið. Stjórnvöld hafa eyrnamerkt jafnvirði sjö þúsund milljarða króna til endurbyggingar en aðeins tæpur helmingur þess fjár hefur borist. Bush segir það að líkast til taka mörg ár að koma lífi íbúa á svæðinu í samt horf á ný en að því verði unnið ötullega. Könnun sem gerð var meðal Bandaríkjamanna fyrr í mánuðinum sýnir að tveir þriðju þeirra eru enn ósáttir við það hvernig forsetinn og stjórnvöld héldu á málum eftir að bylurinn hafði riðið yfir.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira