Viðskipti innlent

Tífalt minni hagnaður hjá ÍAV

Íslenskir aðalverktakar við störf við Glæsibæ í Reykjavík.
Íslenskir aðalverktakar við störf við Glæsibæ í Reykjavík. Mynd/GVA
Hagnaður Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) nam 30 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er tífalt verri afkoma en á sama tíma á síðasta ári þegar hagnaður félagsins nam 299 milljónum króna.

Í tilkynningu frá ÍAV til Kauphallar Íslands kemur fram að rekstrartekjur hafi numi rúmum 54,8 milljörðum króna á tímabilinu. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) nam 425 milljónum króna.

Þá námu afskriftir 132 milljónum króna.

Heildareignir ÍAV og dótturfélaga námu rúmum 9,4 milljörðum króna í lok júní. Heildarskuldir námu rúmum 6,5 milljörðum og bókfært eigið fé fyrirtæksisin í lok júní nam tæpum 2,9 milljörðum króna.

Eiginfjárhlutfall var 31 prósent á tímabilinu.

Í tilkynningunni segir að rekstur ÍAV hafi gengið samkvæmt áætlunum félagsins en gengisfall og verðbólga hafi sett nokkuð mark á reksturinn ásamt háum skammtímavöxtum.Þá er verkefnastaða félagsins góð horft til næstu missera og verði bygging Tónlistar- og ráðstefnuhúss við Austurhöfn í Reykjavík ankeri í starfsemi félagsins á næstu árum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×