Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá Landsvaka

Landsbanki Íslands.
Landsbanki Íslands.

Landsvaki, dótturfélag Landsbankans sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði bankans, skilaði rúmum 3,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn rúmum 42,5 milljörðum króna.

Í tilkynningu frá Landsvaka til Kauphallar Íslands kemur fram að í lok júní hafi félagið rekið níu verðbréfasjóði, níu fjárfestingarsjóði og tvo fagfjárfestasjóði en hrein eign þeirra nam 146,9 milljörðum króna sem er 24 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra.

Rekstrargjöld á tímabilinu námu 619,3 milljónum króna en þau námu 492,3 milljónum króna á síðasta ári.

Þá segir ennfremur að ávöxtun sjóða félagsins hafi verið góð á fyrri helmingi ársins og hafi heildarhagnaður, sem færður hafi verið á hlutdeildarskírteini, numi tæpum 9 milljörðum króna.

Í tilkynningunni segir að horfur í rekstri Landsvaka hf. séu almennt góðar og sé félagið vel í stakk búið til að mæta vexti í starfseminni.

Lykilárangursþættir í rekstri Landsvaka sé árangur í ávöxtun fjármuna og vöxtur stofna í umsýslu. Vel hafi tekist til með ávöxtun sjóða og stofnar félagsins vaxið verulega, að því er segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×