
Sport
Charlton kaupir Diawara

Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton hefur fest kaup á senegalska landsliðsmanninum Souleymane Diawara frá franska félaginu Sochaux fyrir 3,7 milljónir punda og hefur hann skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Hann er áttundi leikmaðurinn sem gengur í raðir Charlton í sumar.