Fjórtán breskir hermenn létu lífið í flugslysi í Afganistan í dag. Mennirnir voru í flugvél sem hrapaði nálægt Kandahar í sunnanverðu Afganistan. Breska varnarmálaráðuneytið segir að allt bendi til að um slys hafi verið að ræða og vélin hafi ekki verið skotin niður.

