Senna framlengir við Villarreal

Miðjumaðurinn Marcos Senna hjá Villarreal hefur framlengt samning sinn við félagið um þrjú ár. Senna er þrítugur og fæddist í Brasilíu, en er með spænskt ríkisfang og er í landsliðshóp Spánverja. Manchester United hafði augastað á miðjumanninum knáa í sumar, en hann hefur nú ákveðið að ljúka ferlinum hjá spænska liðinu.