Erlent

Níu handteknir í Óðinsvéum vegna hryðjuverkaundirbúnings

Frá Danmörk.
Frá Danmörk.

Lögreglan í Óðinsvéum í Danmörku handtók í nótt níu karla sem grunaðir eru um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru á aldrinum átján til þrjátíu og þriggja ára, bæði danskir að uppruna og innflytjendur.

Fram kemur að leyniþjónusta Danmerkur hafi fylgst með mönnunum í nokkurn tíma og komist að því að þeir hefðu orðið sér úti um sprengiefni af einhverri tegund. Þeir voru handteknir vegna ákvæða í hryðjuverkalöggjöf sem innleidd var í Danmörku eftir árásirnar í Bandaríkjunum í september 2001. Ekki hefur verið greint frá því hvar hinir meintu hryðjuverkamenn ætluðu að láta til skarar skríða en þeir sæta nú yfirheyrslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×