Ekkert eftirlit með merkjum frá ratsjárstöðvum 7. september 2006 21:23 Fjórar ratsjárstöðvar eru á útpóstum landsins og fylgjast með flugumferð í kringum landið. NATO boragði fyrir þessar stövðar og hefur Ratsjárstofnun séð um rekstur þeirra. Fyrirtækið Kögun hefur haft umsjón með hugbúnaðarrekstri loftrvarnarkerfisins. Upplýsingar frá stöðvunum eru notaðar annars vegar við almenna flugumsjón en hins vegar til að verja lofthelgina. Með þessum ratsjárstövðum geta flugvélar ekki laumað sér um lofthelgina óséðar - það er að segja ef einhver kærir sig um að horfa á skjánna og fylgjast með merkjunum. Fyrir nokkrum vikum hætti Bandaríkjaher þessu eftirlitshlutverki. Vilhjálmur Þortsteinsson, stjórnarmaður í Kögun staðfestir að flugherinn hafi tekið sínar pjökkur sama og yfirgefið stjórnstöðina á Keflavíkurflugvelli. Segir Vilhjálmur að þar standi auðir stólar fyrir framan radarskjánna og enginn fylgist með merkjunum. Þó komið sé að leiðarlokum þessa verkefnis hjá Kögun skiptir það óverulegu máli fyrir rekstur fyrirtækisins, að sögn Vilhjálms. Öðru máli kann að skipta fyrir Ratsjárstofnun en þar eru störf 60 starfsmanna í uppnámi. Engar upplýsingar fást þar gefnar um framtíðinina og er vísað í utanríkisráðuneytið. Þar er - sem fyrr - fátt um svör enda er framtíð þessa loftvarnakerfis eitt af bitbeinunum sem tekist er á um við samningaborðið í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn. Samkæmt traustum heimildum hafa Bandaríkjamenn ekki sýnt því neinn áhuga að halda áfram að reka þessar stöðvar - sem þó ætti að vera einn hornsteinninn í loftvörnum landsins og raunar allra NATO ríkja. Það er sum sé ekki nóg með að bandaríkjaher sé farinn með herþoturnar (hinar svokölluðu sýnilegu loftvarnir) - hann er hættur öllu eftirliti með því að óvinveitt loftför, hver svo sem þau ættu að vera, geti laumað sér inní - eða í gegnum lofthelgina. Árlegur kostnaður við reksturinn er einn komma tveir milljarðar króna. Samkæmt sömu heimildum hafa íslendingar í hyggju að reka þessar stöðvar áfram og reyna að tryggja að loftvarnareftirlitsþættinum verði sinnt - með einum eða öðrum hætti. Fréttir Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Fjórar ratsjárstöðvar eru á útpóstum landsins og fylgjast með flugumferð í kringum landið. NATO boragði fyrir þessar stövðar og hefur Ratsjárstofnun séð um rekstur þeirra. Fyrirtækið Kögun hefur haft umsjón með hugbúnaðarrekstri loftrvarnarkerfisins. Upplýsingar frá stöðvunum eru notaðar annars vegar við almenna flugumsjón en hins vegar til að verja lofthelgina. Með þessum ratsjárstövðum geta flugvélar ekki laumað sér um lofthelgina óséðar - það er að segja ef einhver kærir sig um að horfa á skjánna og fylgjast með merkjunum. Fyrir nokkrum vikum hætti Bandaríkjaher þessu eftirlitshlutverki. Vilhjálmur Þortsteinsson, stjórnarmaður í Kögun staðfestir að flugherinn hafi tekið sínar pjökkur sama og yfirgefið stjórnstöðina á Keflavíkurflugvelli. Segir Vilhjálmur að þar standi auðir stólar fyrir framan radarskjánna og enginn fylgist með merkjunum. Þó komið sé að leiðarlokum þessa verkefnis hjá Kögun skiptir það óverulegu máli fyrir rekstur fyrirtækisins, að sögn Vilhjálms. Öðru máli kann að skipta fyrir Ratsjárstofnun en þar eru störf 60 starfsmanna í uppnámi. Engar upplýsingar fást þar gefnar um framtíðinina og er vísað í utanríkisráðuneytið. Þar er - sem fyrr - fátt um svör enda er framtíð þessa loftvarnakerfis eitt af bitbeinunum sem tekist er á um við samningaborðið í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn. Samkæmt traustum heimildum hafa Bandaríkjamenn ekki sýnt því neinn áhuga að halda áfram að reka þessar stöðvar - sem þó ætti að vera einn hornsteinninn í loftvörnum landsins og raunar allra NATO ríkja. Það er sum sé ekki nóg með að bandaríkjaher sé farinn með herþoturnar (hinar svokölluðu sýnilegu loftvarnir) - hann er hættur öllu eftirliti með því að óvinveitt loftför, hver svo sem þau ættu að vera, geti laumað sér inní - eða í gegnum lofthelgina. Árlegur kostnaður við reksturinn er einn komma tveir milljarðar króna. Samkæmt sömu heimildum hafa íslendingar í hyggju að reka þessar stöðvar áfram og reyna að tryggja að loftvarnareftirlitsþættinum verði sinnt - með einum eða öðrum hætti.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira