Samkeppni íslenskra háskóla ekki af hinu góða 8. september 2006 16:45 Samkeppnisumhverfið sem íslenskir háskólar búa við er ekki af hinu góða. Þetta er meðal þess sem gagnrýnt er í nýrri skýrslu OECD um íslenska háskólakerfið. Þar kemur einnig fram að gæðaeftirlit með skólunum er ófullnægjandi. Skýrslan var kynnt í Iðusölum við Lækjargötu í dag en efni hennar var upphaflega gert opinbert á heimasíðu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, fyrir rúmum tveimur vikum. Sex sérfræðingar um menntamál unnu úttektina og eru þeir harðorðir á sumum stöðum í skýrslu sinni, segja til að mynda að skýra stefnu um gæðaeftirlit háskólanáms hér á landi vanti algjörlega og huga þurfi alvarlega að gæðum námsins og fjármögnun þess. „Það er ekki auðvelt fyrir ríki þegar háskólastigið vex jafn hratt og það hefur gert hér á landi, en slík þróun kallar á nýja forgangsröðun," segir Paulo Santiago, sérfræðingur OECD, sem kynnti skýrsluna í dag. „Þar skiptir mestu máli að endurskoða þann þátt sem snýr að stjórnkerfinu, og ekki leggja of mikla áherslu á að skólarnir eigi að vera í samkeppni." Í skýrslunni er fundið að því að einungis einkareknir háskólar megi lögum samkvæmt innheimta skólagjöld, en ekki þeir ríkisreknu. Santiago segir eðlilegt að einkaskólarnir hafi haft þessi „fríðindi", ef svo má að orði komast, fyrst eftir að þeir voru stofnaðir, „en nú þegar skólarnir hafa öðlast sinn sess í menntakerfinu teljum við tímabært að hugað sé að leiðréttingu á þessu í samkeppnisumhverfi skólanna." Fréttir Innlent Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Samkeppnisumhverfið sem íslenskir háskólar búa við er ekki af hinu góða. Þetta er meðal þess sem gagnrýnt er í nýrri skýrslu OECD um íslenska háskólakerfið. Þar kemur einnig fram að gæðaeftirlit með skólunum er ófullnægjandi. Skýrslan var kynnt í Iðusölum við Lækjargötu í dag en efni hennar var upphaflega gert opinbert á heimasíðu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, fyrir rúmum tveimur vikum. Sex sérfræðingar um menntamál unnu úttektina og eru þeir harðorðir á sumum stöðum í skýrslu sinni, segja til að mynda að skýra stefnu um gæðaeftirlit háskólanáms hér á landi vanti algjörlega og huga þurfi alvarlega að gæðum námsins og fjármögnun þess. „Það er ekki auðvelt fyrir ríki þegar háskólastigið vex jafn hratt og það hefur gert hér á landi, en slík þróun kallar á nýja forgangsröðun," segir Paulo Santiago, sérfræðingur OECD, sem kynnti skýrsluna í dag. „Þar skiptir mestu máli að endurskoða þann þátt sem snýr að stjórnkerfinu, og ekki leggja of mikla áherslu á að skólarnir eigi að vera í samkeppni." Í skýrslunni er fundið að því að einungis einkareknir háskólar megi lögum samkvæmt innheimta skólagjöld, en ekki þeir ríkisreknu. Santiago segir eðlilegt að einkaskólarnir hafi haft þessi „fríðindi", ef svo má að orði komast, fyrst eftir að þeir voru stofnaðir, „en nú þegar skólarnir hafa öðlast sinn sess í menntakerfinu teljum við tímabært að hugað sé að leiðréttingu á þessu í samkeppnisumhverfi skólanna."
Fréttir Innlent Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira