Mannskæð árás í Kabúl 8. september 2006 23:00 Hermenn á vettvangi í Kabúl í dag. MYND/AP Að minnsta kosti 16 manns féllu og fjölmargir særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt sendiráði Bandaríkjamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun. Skömmu síðar komu herforingar Atlandshafsbandalagsins saman til fundar í Póllandi til að ræða fjölgun í fjölþjóðlegu herliði í Afganistan. Á sama tíma og herforingjarnir funduðu í Varsjá ræddust við þeirJaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem fjölgun í herliðinu bar einnig á góma. Hæstráðandi hershöfðingi NATO í Afganistan fór þess á leit í gær við ríki bandalagsins að þau fjölguðu í herliði sínu því Talíbanar hafi gert fjölmargar mannskæðar árásir á herlið síðustu daga og vikur. Árásirnar hafi ekki verið fleiri eða skæðari síðan Talíbönum var komið frá völdum árið 2001. Um það bil tuttugu þúsund hermenn á vegum NATO eru nú í Afganistan og álíka margir á vegum Bandaríkjamanna. Árásin í dag er með þeim mannskæðustu sem orðið hafa síðustu vikur. 16 féllu og um 30 særðust. Bílsprengjan sprakk þar sem bílalest Bandaríkjahers fór um nálægt sendiráðinu. Háttsettir herforingjar segja átökin í Afganistan nú orðin mun skæðari en í Írak. Fjölmargar sprengjuárásir hafa verið gerðar í Afganistan síðustu vikur en fátítt er að jafn öflugar sprengjur springi í miðborg Kabúl. Hernaðarsérfræðingar segja það muni reynast Atlandshafsbandalagsríkjum erfitt að finna viðbótar hermenn til að senda til Afganistan þar sem þegar sé teygt um of á hernaðargetu flestra ríkjanna. Herlið NATO tók við stjórn herliðsins í Afganistan úr höndum Bandaríkjamanna í júlí. Erlent Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Að minnsta kosti 16 manns féllu og fjölmargir særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt sendiráði Bandaríkjamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun. Skömmu síðar komu herforingar Atlandshafsbandalagsins saman til fundar í Póllandi til að ræða fjölgun í fjölþjóðlegu herliði í Afganistan. Á sama tíma og herforingjarnir funduðu í Varsjá ræddust við þeirJaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem fjölgun í herliðinu bar einnig á góma. Hæstráðandi hershöfðingi NATO í Afganistan fór þess á leit í gær við ríki bandalagsins að þau fjölguðu í herliði sínu því Talíbanar hafi gert fjölmargar mannskæðar árásir á herlið síðustu daga og vikur. Árásirnar hafi ekki verið fleiri eða skæðari síðan Talíbönum var komið frá völdum árið 2001. Um það bil tuttugu þúsund hermenn á vegum NATO eru nú í Afganistan og álíka margir á vegum Bandaríkjamanna. Árásin í dag er með þeim mannskæðustu sem orðið hafa síðustu vikur. 16 féllu og um 30 særðust. Bílsprengjan sprakk þar sem bílalest Bandaríkjahers fór um nálægt sendiráðinu. Háttsettir herforingjar segja átökin í Afganistan nú orðin mun skæðari en í Írak. Fjölmargar sprengjuárásir hafa verið gerðar í Afganistan síðustu vikur en fátítt er að jafn öflugar sprengjur springi í miðborg Kabúl. Hernaðarsérfræðingar segja það muni reynast Atlandshafsbandalagsríkjum erfitt að finna viðbótar hermenn til að senda til Afganistan þar sem þegar sé teygt um of á hernaðargetu flestra ríkjanna. Herlið NATO tók við stjórn herliðsins í Afganistan úr höndum Bandaríkjamanna í júlí.
Erlent Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna